Knattspyrna

Knattspyrna | 29.06.2018
Heimir dæmdi leik hjá 6. flokki Keflavíkur

Mjög margir hlaupa í felur eða gefa afdráttarlaust "ekki sjens!" þegar þeir eru beðnir um að dæma leiki í yngri flokkum fyrir félagið sitt. Samt ekki allir.

Landsliðsþjálfarinn okkar, Heimir Hallgrímsson, setti það ekki fyrir sig að bregða sér í dómarabúning á Orkumótinu í Eyjum, nýkominn af HM. Keflavíkurstrákarnir voru mjög sáttir við dómarnn í þetta skiptið.


Mynd: Eysteinn Hauksson