Fréttir

Heimaleikur gegn KR í Borgunarbikarnum
Knattspyrna | 23. maí 2015

Heimaleikur gegn KR í Borgunarbikarnum

Í vikunni var dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla og þar mætum við KR.  Leikurinn verður á Nettó-vellinum miðvikudaginn 3. júní kl. 19:15.  Það þarf varla að taka fram að þessi lið léku einmitt til úrslita í bikarnum síðasta sumar og þá vann KR.

Liðin hafa mæst 13 sinnum í bikarkeppni KSÍ en KR er það félag sem við höfum leikið flesta leiki gegn í bikarnum.  Þessi félög mættust fyrst í bikarnum árið 1963 þegar þau léku í undanúrslitum.  Keflavík hefur unnið fimm bikarleiki en KR átta og markatalan er 21-28 fyrir KR.  Keflavík og KR hafa tvisvar leikið til úrslita í bikarnum, Keflavík vann úrslitaleik liðanna árið 2006 en eins og áður sagði fóru KR-ingar með sigur af hólmi í fyrra.

Þrír leikmenn í leikmannahópi okkar hafa skorað bikarmark gegn KR en það eru þeir Hörður Sveinsson, Magnús Þórir Matthíasson og Guðjón Árni Antoníusson.  Ragnar Margeirsson hefur gert flest bikarmörk gegn KR en þau voru þrjú talsins.