Knattspyrna

Knattspyrna | 13.04.2017
Gluggavinir halda áfram stuðningi sínum við Keflavík

Fyrirtækið Gluggavinir ætlar að halda áfram stuðningi sínum við knattspyrnudeildina.  Gluggavinir hefur verið starfrækt síðan 2011 og er nú í eigu fyrrverandi leikmanna Keflavíkur en það eru þeir Gísli Eyjólfsson og Einar Ásbjörn Ólafsson sem eiga fyrirtækið sem sérhæfir sig í hurðum og gluggum.  Það er mikið fagnaðarefni að hafa þessa fyrrverandi sterku leikmenn Keflavíkur sem núverandi sterka styrktaraðila.