Knattspyrna

Knattspyrna | 12.12.2019
geoSilica mót Keflavíkur 2020

Kvennaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur fyrir yngri flokka móti í febrúar, geoSilica mótinu. Leikið verður í 5., 6. og 7. flokki kvenna og fer mótið fram í Reykjaneshöll laugardaginn 15. febrúar.
Þetta er fimmta árið í röð sem kvennaráð stendur fyrir kvennamóti í febrúar.

Venjulega fyllist fljótt í mótin hjá okkur og því er rétt að bregðast skjótt við með skráningar.
Hér að neðan eru frekari upplýsingar um mótin.
Auk þess má finna allar upplýsingar á facebook síðu mótsins:
https://www.facebook.com/groups/516964642154888/

Skráningar félaga sendast á mótsstjóra á eyðublöðum á google docs (sjá tengla hér að neðan) eða á netfangið: keflavikurmotin@keflavik.is

5. FLOKKUR KVENNA:
https://forms.gle/eXES6wbHbJ3Csfpa7
6. FLOKKUR KVENNA:
https://forms.gle/N7fsFVekRuvQXEaCA
7. FLOKKUR KVENNA:
https://forms.gle/Pbi1NG2phSpoxBo3A

Mótsstjóri er Gunnar Magnús Jónsson