Knattspyrna

Knattspyrna | 30.11.2017
geoSilica kvennamót 17. febrúar

Kvennaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur fyrir yngri flokka móti í febrúar, geoSilica mótið. Leikið verður í 5.- 8. flokki kvenna og fer mótið fram í Reykjaneshöll laugardaginn 17. febrúar.
Yngri flokka mót hafa verið haldin undanfarin ár á haustin á vegum barna- og unglingaráðs. Þetta er aftur á móti þriðja árið í röð sem kvennaráð stendur fyrir kvennamóti í febrúar.

Venjulega fyllist fljótt í mótin hjá okkur og því er rétt að bregðast skjótt við með skráningar.

Skráningar félaga sendast á mótsstjóra á netfangið: 
keflavikurmotin@keflavik.is

Mótsstjóri er Gunnar Magnús Jónsson
 


Hérna er stutt kynningarmyndband um mótið

Hér að neðan eru frekari upplýsingar um mótið.