Knattspyrna

Knattspyrna | 14.05.2020
Fyrirliðinn framlengir !

Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur gerði á dögunum nýjan samning við liðið til næstu þriggja ára. Þetta eru alvöru tíðindi af klettinum í vörninni. Maggi var valinn besti leikmaður karlaliðsins í fyrra og því frábært að hann ætli að taka slaginn með okkur áfram í sumar.  Magnús er uppalinn Keflvíkingur og er einn af máttarstolpum liðsins.  Hann er fæddur 1992 og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavik í efstu deild 2009.

Það styttist vel í fyrsta leik sem er heimaleikur við Björninn eða Ísbjörninn í Mjólkurbikarnum 12. júní. Svo er fyrsti leikur í deildinni 19. júní á Nettóvellinum á móti Aftureldingu.