Fréttir

Fylkir - Keflavík á mánudag kl. 18:00
Knattspyrna | 16. ágúst 2015

Fylkir - Keflavík á mánudag kl. 18:00

Næsti leikur í Pepsi-deildinni er útileikur gegn Fylki í 16. umferð deildarinnar.  Leikurinn verður á Fylkisvellinum í Árbæ mánudaginn 17. ágúst kl. 18:00. Fyrir leikinn er Keflavík í neðsta sæti deildarinnar með sex stig en Fylkismenn eru í 7. sæti með 20 stig.

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna i Árbæinn og styðja strákana.

Dómararnir
Dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómarar þeir Birkir Sigurðarson og Rúna Kristín Stefánsdóttir, varadómari verður Frosti Viðar Gunnarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Þór Ágústsson.

Stuðullinn

  1 X 2
Lengjan 1,30 3,60 5,80

Getraunanúmer Keflavíkur er 230.

Efsta deild
Keflavík og Fylkir hafa leikið 35 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 12 en Fylkir 13 leiki en tíu sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er 43-54 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun. 

Liðin hafa leikið 17 sinnum á heimavelli Fylkis í efstu deild.  Þar hefur Keflavík unnið þrjá leiki, fimm hefur lokið með jafntefli en Fylkir hefur unnið níu leikjanna.  Markatalan í útileikjum gegn Fylki er 17-33 fyrir Fylki.

Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild.  Hörður Sveinsson hefur gert fimm mörk, Magnús Þorsteinsson fjögur, Hólmar Örn Rúnarsson þrjú, Jóhann Birnir Guðmundsson tvö og Guðjón Árni Antoníusson og Haraldur Freyr Guðmundsson hafa gert eitt mark hvor.  

Alls hafa 20 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild.  Það er Guðmundur Steinarsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild, alls níu talsins.  Næstur er Hörður Sveinsson með fimm mörk.

B-deild
Liðin mættust 8 sinnum í næstefstu deild á árunum 1981-1992.  Keflavík vann 6 leiki, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn leik.  Markatalan í B-deildinni er 15-6 fyrir Keflavík.

Bikarkeppnin
Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1989, 1995 og 2004.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina og markatalan er 5-1.

Síðast
Liðin léku fyrr í sumar í Pepsi-deildinni og þá á heimavelli okkar.  Fylkismenn unnu þann leik 3-1 þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði fyrir Keflavík en Andrés Már Jóhannesson, Albert Brynjar Ingason og Oddur Ingi Guðmundsson gerðu mörk Fylkis.

Bæði lið
Það hefur ekki verið mikill samgangur milli félaganna tveggja í gegnum árin en Magnús Þórir Matthíasson lék með Fylki í eitt sumar áður en hann sneri aftur á heimaslóðir.  Áður hafði Haukur Ingi Guðnason leikið með báðum félögunum en hann þjálfar nú Keflavík eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Fylkisliðsins.  Þórir Sigfússon þjálfaði reyndar bæði liðin á sínum tíma og Kristinn Guðbrandsson var aðstoðarþjálfari Fylkis í tvö ár en hann er auðvitað fyrrverandi leikmaður og síðar aðstoðarþjálfari hjá Keflavíkurliðinu.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Fylkis og Keflavíkur á heimavelli Fylkismanna hafa orðið þessi undanfarin ár:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
22.06.2014 A-deild 844 2-4 Magnús Þorsteinsson 12.    
Hörður Sveinsson 30.    
Hörður Sveinsson 37.    
Magnús Þorsteinsson 56.
11.08.2013 A-deild 1234 3-0  
06.05.2012 A-deild 1076 1-1 Hilmar Geir Eiðsson 31.
20.05.2011 A-deild 1504 2-1 Jóhann B. Guðmundsson 3.
05.08.2010 A-deild 856 1-2 Guðmundur Steinarsson 81. (v)    
Jóhann B. Guðmundsson 86.
14.05.2009 A-deild 979 2-0  
28.07.2008 A-deild 877 3-3 Guðmundur Steinarsson 1.    
Guðmundur Steinarsson 42.    
Hörður Sveinsson 57.
  Brynjar Örn Guðmundsson fékk rautt spjald
23.09.2007 A-deild 789 4-0  
  Sigurbergur Elísson varð yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi
12.06.2006 A-deild 615 2-1 Guðmundur Steinarsson 89.
  Buddy Farah fékk rautt spjald
30.08.2005 A-deild 955 0-1 Hólmar Örn Rúnarsson 77.