Knattspyrna

Knattspyrna | 20.12.2018
Frans Elvarsson framlengir
 
Frans Elvarsson miðjumaður Keflavíkur mun leika áfram með liðinu á næsta ári. Frans, sem er ættaður frá Hornafirði kom til Keflavíkur frá nágrönnunum í Njarðvík árið 2011. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í efstu deild og yfir 250 leiki í meistaraflokki. Þessi 28 ára gamli leikmaður mun verða ungu liði Keflavíkur mikilvægur á næsta ári en hann hefur verið einn af burðarásum liðsins síðustu ár og því mikið gleðiefni fyrr Keflavík að hann hafi ákveðið að taka slaginn með liðinu áfram í næstu efstu deild á næsta tímabili.