Knattspyrna

Knattspyrna | 27.09.2017
Frá lokahófi yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnudeildar fór fram sunnudaginn 24. september í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem var hefðbundin dagskrá.  Veittar voru viðkenningar í öllum flokkum, auk þess sem Ellabikarinn var veittur í annað sinn til minningar um Elís okkar Kristjánsson heitinn.  Bikarinn hlaut að þessu sinni Viðar Már Ragnarsson í 3. flokki en hann er ávallt til fyrirmyndar og hefur sýnt einstakan dugnað á tímabilinu.

Í framhaldinu var farið yfir á Nettóvöllinn þar sem allir iðkendur voru myndaðir og fram fór skemmtilegur knattspyrnuleikur „kynslóð heiðruð“. Í boði voru grillaðar pylsur og drykkir.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar fyrir tímabilið 2016-2017:

Drengjaflokkar
7. og 6. flokkur    
Allir fá viðurkenningarskjal    
    
5.  flokkur yngri    
Mestu framfarir: Sigurjón Aron Bjarnason
Besti félaginn: Andrés Kristinn Haraldsson
Leikmaður ársins: Tómas Orri Place
    
5. flokkur eldri    
Mestu framfarir: Natnael Kiflom Gebrehiwot
Besti félaginn: Mikael Orri Emilsson
Leikmaður ársins: Benóný Haraldsson
    
4.  flokkur yngri    
Mestu framfarir: Tómas Ingi Magnússon
Besti félaginn: Þorbergur Freyr Pálmarsson
Leikmaður ársins: Stefán Jón Friðriksson
    
4. flokkur eldri    
Mestu framfarir: Rúnar Júlíusson
Besti félaginn: Alexander Scott Kristinsson
Leikmaður ársins: Björn Bogi Guðnason
    
3.  flokkur yngri    
Mestu framfarir: Garðar Franz Gíslason
Besti félaginn: Guðjón Elí Bragason
Leikmaður ársins: Dawid Jan Laskowski
    
3. flokkur eldri    
Mestu framfarir: Árni Ágúst Daníelsson
Besti félaginn: Óli Þór Örlygsson
Leikmaður ársins: Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson
     
ALLIR DRENGJAFLOKKAR    
Mestu framfarir: Einar Sæþór Ólason
Besti félaginn: Fannar Freyr Einarsson
Besti markvörður: Helgi Bergmann Hermannsson
Besti varnarmaður: Ragnar Ingi Sigurðsson
Besti miðjumaður: Björn Aron Björnsson
Besti sóknarmaður: Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson
Besti leikmaðurinn: Davíð Snær Jóhannsson
    
Landsleikir: Davíð Snær Jóhannsson

Stúlknaflokkar
7 og 6. flokkur    
Allar fá viðurkenningarskjal    
    
5.  flokkur    
Mestu framfarir: Sara Mist Atladóttir
Besti félaginn: Esther Júlía Gústavsdóttir
Leikmaður ársins: Elfa Karen Magnúsdóttir
    
4.  flokkur    
Mestu framfarir: Gyða Dröfn Davíðsdóttir
Besti félaginn: Gunnhildur Hjörleifsdóttir
Leikmaður ársins: Kara Petra Aradóttir
    
3. flokkur     
Mestu framfarir: Herdís Birta Sölvadóttir
Besti félaginn: Thelma Mist Oddsdóttir
Leikmaður ársins: Bríet Björk Sigurðardóttir
    
ALLIR STÚLKNAFLOKKAR    
Mestu framfarir: Helena Aradóttir
Besti félaginn: Elva Margrét Sverrisdóttir
Besti markvörður: Sigrún Björk Sigurðardóttir
Besti varnarmaður: Árdís Inga Þórðardóttir
Besti miðjumaður: Arnhildur Unnur Kristjánsdóttir
Besti sóknarmaður: Amelía Rún Fjeldsted
Besti leikmaðurinn: Árdís Inga Þórðardóttir
    
Landsleikir: Sveindis Jane Jónsdóttir, Katla María Þórðardóttir og Íris Una ÞórðardóttirVerðlaunahafar í öllum drengja- og stúlknaflokkum.


Viðar Már Ragnarsson hlaut Ellabikarinn.