Knattspyrna

Knattspyrna | 30.10.2017
Forsetinn á 6. flokks móti
Keflavíkurmót 6. flokks drengja fór fram í Reykjaneshöllinni laugardaginn 28. október.  Mikil gleði var við völd að vanda hjá um 400 þátttakendum og fjölskyldum þeirra.
 
Einn af gestum mótsins var hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti og hafði hann sérstaklega á orði hve vel skipulagt mótið var, allar tímasetningar stóðust.  Forsetinn lét ekki eftir sér að sitja fyrir á myndum með fótboltastrákum framtíðarinnar, hér fyrir neðan er ein af þeim.
 
Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur þakkar öllum kærlega fyrir frábært mót.