Knattspyrna

Knattspyrna | 22.12.2020
Flugeldasalan 2020

Á milli jóla og nýárs hefst flugeldasala Knattspyrnudeildarinnar.  Flugeldasalan er mikilvægur liður í fjáröflun fyrir deildina og treystum við á okkar fólk að styrkja okkur.  Þar verður breytt úrval af allskyns dóti til að skjóta upp þessu ári sem nú er að líða.  

Við áttum gott ár í Knattspyrnudeildinni og bæði liðin okkar komust í deildir þeirra bestu.  Fylgist með okkar þar sem við setjum inn allar upplýsingar um söluna þegar nær dregur.