Fréttir

Enduðu tímabilið með stæl - 9 mörk gegn Vík. Ó.
Knattspyrna | 11. september 2017

Enduðu tímabilið með stæl - 9 mörk gegn Vík. Ó.

Síðasti leikur Íslandsmótsins í 1. deild kvenna fór fram á laugardaginn á Nettóvellinum. Keflavíkurstúlkur tóku þá á móti Víkingi Ólafsvík. Fyrir leik áttu stelpurnar smá möguleika á 3. sætinu, en til þess þurfti Þróttur R. að tapa gegn Hömrunum á Akureyri og Keflavík að sigra með 8 marka mun. Keflavíkur stelpurnar kláruðu sinn leik með miklum sóma og unnu öruggan 9 - 1 sigur, eftir að hafa leitt 3 - 1 í hálfleik. Þróttur vann hins vegar 0 - 1 á Akureyri og endaði Keflavík þar með í 4. sæti í deildinni.
Mörkin í leiknum skoruðu: Sveindís Jane 2, Katla María 2, Þóra Kristín 2, Anita Lind, Natasha Anasi og Birgitta Hallgríms.
- Leikskýrsla
- Lokastaðan í deildinni

Jón Örvar Arason var á leiknum og tók þessar skemmtilegu myndir.