Knattspyrna

Knattspyrna | 19.11.2018
Einar Orri Einarsson yfirgefur Keflavík

Einar Orri Einarsson yfirgefur Keflavík

Einar Orri Einarsson hefur ákveðið að semja ekki aftur við Keflavík og halda á ný mið. Einar hefur leikið allan sinn feril hjá Keflavík en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í Íslandsmóti í september 2005. Síðan þá hefur Einar leikið samtals 180 leiki og skorað í þeim 10 mörk. Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur vill fyrir hönd félagsins þakka Einari frábært og óeigingjarnt starf fyrir félagið í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum. Einar verður alltaf stór hluti af Keflavíkur fjölskyldunni enda borinn og barnfæddur í bítlabænum.