Fréttir

Dómaraæfingar í vetur
Knattspyrna | 28. október 2014

Dómaraæfingar í vetur

Nú á að blása til sóknar í dómaramálum á svæðinu og er ætlunin að vera með æfingar fyrir knattspyrnudómara að minnsta kosti tvisvar í viku í vetur.  Auk þess verða fræðslufundir u.þ.b. tvisvar í mánuði.  Fyrsta æfingin verður mánudaginn 3. nóvember kl. 18:30 í Reykjaneshöllinni.

Til að hægt sé að framkvæma þetta þarf að fjölga dómurum á svæðinu.  Markmiðið er að virkja þá sem eru með dómarapróf og svo eru nýliðar sérstaklega velkomnir.  Ekki er nauðsynlegt að fara strax í dómarapróf heldur er hægt að mæta á æfingar og taka þátt í æfingaleikjum og fara svo í próf í framhaldinu.

Það er rétt að minna á að dómarar fá ýmis fríðindi, t.d. frítt á alla leiki hvort sem er í deild, bikar eða landsleiki.  Og að auki er hægt að hafa smá aukapening fyrir „vinnuna“...