Fréttir

Bronsmerki afhent
Knattspyrna | 18. febrúar 2017

Bronsmerki afhent

Á aðalfundi Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem haldin var þann 7. febrúar s.l. voru afhent  bronsmerki fyrir störf fyrir deildina en bronsmerkið er afhent þeim aðilum sem hafa starfað fyrir deildina í 5 ár.  Fimm aðilar fengu að þessu sinni afhent merkið en það voru þau Dagbjört Þórey Ævarsdóttir, Elísabet Lovísa Björnsdóttir, Ómar Ingimarsson, Smári Helgason og Unnar S. Stefánsson.

Knattspyrnudeildin óskar þeim tl hamingju með áfangann og þakkar þeim fyrir vel unnin störf.


Frá vinstri á mynd: Unnar S. Stefánsson, Dagbjört Þórey Ævarsdóttir, Elísabet
Lovísa Björnsdóttir, Ómar Ingimarsson og Smári Helgason sem öll fengu bronsmerki. 
Með þeim á myndinni er Einar Haraldsson formaður
aðalstjórnar Keflavíkur sem afhenti merkin.