Knattspyrna

Knattspyrna | 20.11.2020
Breytingar í yngri flokkum

 

Einar Lars Jónsson (Lassi) hefur látið af störfum sem þjálfari í yngri flokkum knattspyrnu hjá Keflavík.

Barna- og unglingaráð vill koma á framfæri kærum þökkum til Lassa fyrir mjög góð störf í þágu félagsins í gegnum árin og óskum við honum alls hins besta í framtíðinni.

Unnið er að endurskipulagningu þjálfaramála og frekari upplýsingar verða kynntar á næstunni.

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur