Fréttir

Ari og Sindri til Króatíu
Knattspyrna | 30. september 2014

Ari og Sindri til Króatíu

Keflavíkingarnir Ari Steinn Guðmundsson og Sindri Kristinn Ólafsson eru á leið til Króatíu með U-19 ára landsliðinu.  Þar tekur liðið þátt í undankeppni Evrópumótsins dagana 5.-13. október.  Mótherjar strákanna verða Tyrkland, Króatía og Eistland.

Ari og Sindri eru báðir 17 ára gamlir og léku með 2. flokks liði Keflavíkur/Njarðvíkur sem vann B-deild Íslandsmótsins í sumar.  Þeir hafa einnig báðir leikið með Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar.  Þess má geta að Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er einnig í landsliðshópnum en hann leikur nú með Reading.

Við óskum strákunum góðs gengis ytra.