Knattspyrna

Knattspyrna | 13.09.2019
Áframhaldandi samstarf við Smart Parking

Snillingarnir í Smart Parking og knattspyrnudeild Keflavíkur skrifuðu á dögunum undir samning um áframhaldandi samstarf á milli aðila. Þeir sem þekkja ekki þjónustu Smart Parking ættu að kynna sér hana enda bjóða þeir upp á topp þjónustu sem gjörbyltir upplifun af því að ferðast til og frá Íslandi. Það er algjör lúxus að skila bílnum af sér við "brottfararhliðið" og taka svo aftur við honum hreinum og fínum við "komuhliðið" þegar maður kemur aftur úr ferðalaginu.

Á myndinni má sjá ókrýndan konung handabandanna Jónas Guðna framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur og Jóhann Eggertsson sem er einn af eigendum Smart Parking.

Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Smart Parking gott samstarf og fagnar því að þeir ákveði styðja við íþróttastarf í heimabænum.