Fréttir

Skráning hafin á nýtt æfingatímabil hjá 8. flokki
Knattspyrna | 11. janúar 2018

Skráning hafin á nýtt æfingatímabil hjá 8. flokki

Nú eru knattspyrnuæfingarnar hjá þeim allra yngstu að hefjast á ný. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2012 og 2013. Það verða tvær æfingar á viku í boði, annars vegar í Reykjaneshöll og hins vegar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Iðkendur geta valið hvort þeir mæti á báðar æfingarnar eða eingöngu eina æfingu.


Æfing í íþróttahúsinu við Sunnubraut (æfing 1): 
Þrátt fyrir að um fótboltaæfingar sá að ræða þá er mikil áhersla á leiki, boltaæfingar, þrautabrautir og fjölbreytta hreyfingu. Æfingarnar eru eins konar "íþróttaskóli" þar sem knattspyrnan er höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni. Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum á æfingarnar. Æfingin er hugsuð sem skemmtileg fjölskyldustund og er foreldrum velkomið að vera nærri barni sínu, ef barninu líður betur við slíkar aðstæður.

ÆfingatímiÞriðjudagar, íþróttahúsinu við Sunnubraut, kl. 17:35 - 18:30
ÆfingatímabilFyrsta æfing 30. janúar, síðasta æfing 24. apríl (frí tvo þriðjudaga í kringum páskana).


Æfing í Reykjaneshöll (æfing 2):
Á þessum æfingum verður knattspyrnan í fyrirrúmi. Tækniæfingar með bolta, leikir og mikið spil.
Þessar æfingar eru sérstaklega ætlaðar fyrir börn sem eru með mikinn fótboltaáhuga.

Æfingatími: Föstudagar í Reykjaneshöll, kl. 17:05 - 17:55


Æfingatímabil: Fyrsta æfing föstudaginn 3. febrúar, síðasta æfing 27. apríl (frí tvo föstudaga í kringum páskana).


Innritun:
Sendið skráningu á neðangreint netfang með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn barns:
Kennitala barns:
Nafn foreldra/forráðamanna:
GSM foreldra/forráðamanna:

Skrá barnið á:
___ Æfingu 1 (Sunnubraut)          
___ Æfingu 2  (Reykjaneshöll)       
___ Æfingu 1 og 2 (Sunnubraut og Reykjaneshöll)

Öllum skráningum verður svarað með staðfestingu í tölvupósti.
Athugið að skráning í 8. flokki er EKKI í NÓRA kerfinu.


Gjald
10.000 kr. ef valið er að æfa einu sinni í viku.
16.000 kr. ef valið er að æfa tvisvar sinnum í viku.

Systkinaafsláttur:
Barn 2 greiðir hálft gjald, frítt fyrir barn 3. 
Afsláttur á einungis við innan 8. flokks.

Knattspyrnumót:
Flokkurinn fer á knattspyrnumót hjá Njarðvík í Reykjaneshöll 10. febrúar og hjá FH í Hafnarfirði í apríl/maí.

Þjálfarar hjá 8. flokki eru:
Gunnar Magnús Jónsson, íþróttafræðingur
Ragnar Steinarsson, íþróttafræðingur
Ásamt aðstoðarþjálfurum

Allar nánari upplýsingar má nálgast á netfanginu:
8flokkur@keflavik.is