Knattspyrna

Knattspyrna | 24.11.2017
Það þarf fólk eins og þig

 Við leitum eftir þínum stuðning.

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og það á sannarlega við um fyrirsögnina á þessum pistli. Málið er að félag eins okkar þarf svo sannarlega á fólki eins og þér. Eftir 2 erfið ár í næstefstu deild er okkar ástkæra félag aftur komið í deild þeirra bestu og þar langar okkur að vera. Við sem störfum fyrir þetta félag finnum það svo vel hve mikill munur það er að vera spila við bestu lið landsins. Stemningin er allt önnur og áhugi stuðningsmanna er meiri, þetta er staðreynd. Það vilja allir vera á meðal þeirra bestu.

En til að svo verði um ókomna tíð þarf að lyfta grettistaki. Það er ekki bara kostnaðarsamara að vera í efstu deild heldur þurfti að leggja allt undir til að komast þangað. Í fullkomnum heimi væri það þannig að við þyrftum ekki að leita til Sannra Keflvíkinga en því miður er það ekki svo.

Fyrir um 2 mánuðum tókum við þá ákvörðun að setja valgreiðslur inn á heimabanka einstaklinga hér í Reykjanesbæ. Þetta er aðferð sem ekki allir eru sáttir við en þetta er val og við erum að sjálfsögðu ekki að neyða neinn í þetta. En við viljum benda þeim sem hafa áhuga á þessu að kíkja á heimabankann og leggja okkur lið í þessari baráttu. Ef þið finnið ekki valgreiðsluna að þá er líka hægt að millifæra beint inn á okkur.

Með fyrirfram þökk.
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur

Reikningur: 0121-26-5488
Kennitala: 541094-3269