Fréttir

11 mörk gegn Gróttu
Knattspyrna | 26. júní 2016

11 mörk gegn Gróttu

Keflavík sótti Gróttu heim í 1. deild kvenna í gær, laugardaginn 25. júní, á Valhúsavöll á Seltjarnarnesi.  Lið Gróttu hefur átt á brattann að sækja í sumar og tapað sínum leikjum stórt.  Þar varð engin breyting á gegn Keflavík þar sem gestirnir gerðu 11 mörk gegn einu marki heimastúlkna.  Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri ef mið er tekið af tölfræði leiksins frá urslit.net (sjá mynd) en Keflavík átti 40 marktilraunir í leiknum.

Mörk Keflavíkur:
Sveindís Jane Jónsdóttir, 6 mörk
Anita Lind Daníelsdóttir, 2 mörk
Amber Pennybaker, 1 mark
Una Margrét Einarsdóttir, 1 mark
Birgitta Hallgrímsdóttir, 1 mark

Leikskýrslan úr leiknum
Staðan í riðlinum

Næstu 2 leikjum Keflavíkur hefur verið frestað vegna Norðurlandamóts U17 ára liðs Íslands. Þar á Keflavík einn fulltrúa, Sveindísi Jane Jónsdóttur.  Næsti leikur í deildinni er því ekki fyrr en 10. júlí gegn Haukum á Nettó-vellinum


Byrjunarliðið gegn Gróttu:
Efri röð frá vinstri: Amber Pennybaker, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Anita Lind Daníelsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Þóra Kristín Klemensdóttir, Kristrún Ýr Holm.
Neðri röð frá vinstri: Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Birgitta Hallgrímsdóttir, Sarah Story,
Una Margrét Einarsdóttir, Íris Una Þórðardóttir.


Tölfræði frá urslit.net.


Sveindís Jane gerði sex mörk gegn Gróttu.