Körfubolti

Skráning iðkenda og Æfingagjöld veturinn 2019 -2020

Skráning iðkenda fer fram í gegnum Nóra skráningakerfið og þurfa allir iðkendur yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að vera skráðir. Æfingatímabilið er 1. september til 30. júní.

  • Leiðbeiningar fyrir forráðamenn og iðkendur um innskráningu á vef Nóra má finna hérna.
  • Nórakerfið er hægt að nálgast á slóðinni https://keflavik.felog.is/             

Hægt er að velja um greiðslu með kreditkorti eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Boðið er uppá að skipta greiðslum niður í allt að 7 greiðslur.

Staðfest skráning iðkenda vegna hvatagreiðslna mun deildin senda frá sér þann 1. nóvember 2019 og 1. febrúar 2020. Hvetjum við því forráðamenn að klára skráningu fyrir þann tíma ef þeir ætla að sækja um hvatagreiðslur frá Reykjanesbæ. Nánar um hvatagreiðslur Reykjanesbæjar má finna á vef Reykjanesbæjar.

Við fyrstu skráningu iðkanda hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur fær iðkandinn búning frá Barna og unglingaráði Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Nánari upplýsingar um búningamál má finna hér.

Leiksskólahópur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 

Boðið verður uppá tvö 8 vikna körfuboltanámskeið fyrir börn fædd 2014-2015. Námskeiðið mun verða auglýst síðar

Skráning á leiksskólanámskeið fer fram í gegnum skráningakerfi Nóra.

Æfingagjöld yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 2019 - 2020

Minnibolti 6-7 ára, árgangur 2012  og 2011 47.500 kr
Minnibolti 8-9 ára, árgangur 2010  og 2009 54.500 kr
Minnibolti 10-11 ára, árgangur 2008 og 2007 60.000 kr
7.-8. flokkur, árgangur 2006 og 2005 64.000 kr
9.flokkur og eldri , árgangur 2004 og eldri 68.500 kr
Leiksskólahópur, 8 vikna námskeið  6.500 kr

 

Veittur er systkinaafsláttur og er hann 15 %

(Ekki systkinaafsláttur á leiksskólanámskeiði)