Körfubolti

Karfa: Yngri flokkar | 04.01.2019
Vinadagur Keflavíkur og Njarðvíkur

Vinadagur Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram í Blue-Höllinni þann 6. janúar. Þar munu iðkendur beggja liða frá leiksskóla aldri og upp í 6 bekk grunnskóla hittast í æfingaleikjum. Þó dagurinn sé settur upp á keppnisformi er markmiðið að hafa gaman og fá góða æfingu í að keppa. Í lokin fá allir þáttakendur pizzu og djús setjast niður í skemmtilegt spjall. Við hvetjum því foreldra og aðra aðstendur til að mæta og njóta körfuboltadagsins með krökkunum. Sjoppa verður á staðnum á vegum fjáröflunarhópa og mun vera til sölu ýmsar kræsingar sem hægt er að gæða sér á meðan leikirnir fara fram.