Körfubolti

Körfubolti | 24.11.2017
Valur - Keflavík: Dominosdeild Kvenna

Dominosdeild kvenna er komin á flug og stelpurnar leika nú sinn annan leik á fjórum dögum. Eftir sigur í hörku leik gegn Snæfell á miðvikudaginn mæta þær nú Val á Hlíðarenda. 

Valur situr sem stendur á toppi deildarinnar með 12 stig þrátt fyrir tap í síðustu umferð gegn Breiðablik en deildin er mjög þétt og aðeins 4 stig skilja af Val og Keflavík. 

Leikurinn fer fram laugardaginn 25. nóvember og hefst kl 16:30.

Hvetjum alla Keflvíkinga til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs
Áfram Keflavík