Körfubolti

Körfubolti | 16.04.2017
Úrslitakeppnin: Leikur 1 í Hólminum

Úrslitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells hefst annan í páskum, mánudaginn 17. apríl og byrjar það með ferðalagi í Hólminn. 

Stelpurnar sem lögðu Skallagrím í skemmtilegum oddaleik á fimmtudaginn fyrir páska mæta núna ríkjandi Íslandsmeisturunum í úrslitaeinvíginu þar sem allt er undir. Liðin enduðu jöfn að stigum í deildarkeppninni þar sem Snæfellsstúlkur urðu deildarmeistarar á innbyrðis viðureign gegn Keflavík.

Klárt er að um tvö mjög jöfn lið er að ræða og stefnir allt í jafna og spennandi úrslitakeppni. Við hlökkum til að sjá Keflvíkinga hópast í Hólminn og svo verður fyrsti heimaleikur Keflavíkur í einvíginu á fimmtudaginn 20. 

Hlökkum til að sjá alla á stuðningspöllunum
Áfram Keflavík!