Fréttir

U-16 ára landslið kvenna Evrópumeistarar
Karfa: Konur | 25. júlí 2015

U-16 ára landslið kvenna Evrópumeistarar

U-16 ára kvennalandslið Íslands varð í dag Evrópumeistari í körfu þegar liðið sigraði Armeníu sannfærandi, 76 - 39. Íslensku stúlkurnar léku í C-riðli og kláruðu hann sannfærandi en þær sigruðu alla leiki sína með yfir 30 stiga mun.

Þjálfari liðsins er okkar eigin Margrét Sturlaugsdóttir og hefur hún búið til heimsklassa lið úr Íslensku stelpunum. Þrjár keflvískar stúlkur voru í liðinu, þær Andrea Einarsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr. Okkar stúlkur stóðu sig með prýði og var Þóranna Kika valin í úrvalslið mótsins ásamt því að vera valin leikmaður (MVP) mótsins. 

Við Keflvíkingar getum verið stoltir af árangri okkar stúlkna á þessu móti og framtíðin í íslenskri kvennakörfu er greinilega björt. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Áfram Keflavík!