Körfubolti

Körfubolti | 19.02.2020
Tveir bikarar til Keflavíkur

Síðastliðna helgi bættust við tveir bikarmeistaratiltar í safnið, sem er nú þegar stórt, hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

9. flokkur og 10. flokkur stúlkna urðu bikarmeistarar árið 2020 og erum við afar stolt af stelpunum okkar.

9. flokkur stúlkna vann öruggan sigur á KR 70-45. Maður leiksins var Jana Falsdóttir, en hún skoraði 20 stig, tók 9 fráköst og stal 11 boltum. 

Einnig var sigurinn öruggur hjá 10. flokki stúlkna þegar þær lögðu nágranna sína úr Njarðvík 70-47. Maður leiksins var Anna Lára Vignisdóttir, hún skoraði 20 stig, tók 6 fráköst og var með 5 stoðsendingar.

Þjálfarar beggja flokka eru Jón Guðmundsson og Marín Rós Karlsdóttir.

Við óskum stúlkunum og þjálfurum innilega til hamingju með frábæran árangur í bikarkeppninni 2020.

Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.