Fréttir

Sumaræfingar yngri flokka hefjast á þriðjudag
Karfa: Yngri flokkar | 6. júní 2014

Sumaræfingar yngri flokka hefjast á þriðjudag

Sumaræfingar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast Þriðjudaginn 10. júní og eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja "leika af fingrum fram" í sumar.

  • Æft verður í tveimur hópum, „eldri“ og „yngri
  • Æft verður í 6 vikur í A-sal TM-hallarinnar 3x í viku
  • Æfingagjald fyrir tímabilið verður 7.500 kr.
  • Umsjón með æfingunum hefur Einar Einarsson

Eldri hópur fæddir 2000-2002

  • Þriðjudaga & Fimmtudaga  kl. 11.45-13.00
  • Föstudaga   kl. 10.00-11.15

Yngri hópur fæddir 2003-2005

  • Mánudaga & Miðvikudaga  kl. 11.45-13.00
  • Föstudaga  kl. 10.00-11.15

 

Allir áhugasamir iðkendur eru hvattir til að nýta sumarið vel og bæta sinn leik. Nýir iðkendur eru sömuleiðis boðnir velkomnir og hvattir til að nota tækifærið til að kynna sér töfra körfuboltans.

Barna- og unglingaráð KKDK