Körfubolti

Körfubolti | 20.05.2020
Sumaræfingar Körfuknattleiksdeildarinnar

Þá er æfingatafla sumarsins tilbúin og hefjast æfingar skv. töflu 8.júní nk.  Æfingar verða í júní og júlí og má sjá æfingatímana hér.

Skráning og greiðsla fer fram á staðnum og allar æfingar fara fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Lagt er upp með góðar og markvissar æfingar undir leiðsögn reynslumikilla þjálfara sem starfa hjá deildinni.  Iðkendur munu fá tækifæri til að bæta sig í þeim þáttum íþróttarinnar sem þeir þurfa á að halda.

Við bjóðum alla velkomna til leiks og sérstaklega nýja iðkendur sem vilja að prófa að æfa körfubolta og kynnast íþróttinni.

Athugið að þetta er eitt tímabil og gjaldið er fyrir báða mánuðina.

Við hlökkum til að sjá sem flesta í salnum í sumar. 

Við erum Keflavík!!