Körfubolti

Körfubolti | 15.05.2017
Sumaræfingar í körfu - Æfingatafla

Sumaræfingar í körfu - Æfingatafla

Sumaræfingar á vegum Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast í fyrstu viku júní með afreksæfingum fyrir 8.-10.bekk. Mánudaginn 12. júní hefjast svo æfingar fyrir 3.-7. bekk.  

Frá og með 13. júní mun deildin síðan bjóða upp á körfuboltaskóla fyrir 1. og 2. bekk sem og leikskólahóp.

Sumaræfingarnar eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja taka framförum í sumar og kjörið tækifæri fyrir nýja iðkendur að prófa skemmtilegustu íþrótt í heimi.

Allar æfingar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur eru jafnt fyrir drengi sem stúlkur. 

8.-10.bekkur:

  • Afreksæfingar verða mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9.00-12.00, allir velkomnir.
  • Frítt er á æfingarnar og þjálfari er Hörður Axel Vilhjálmsson.

3.-7.bekkur:

  • Æft verður í tveimur hópum, „3.-4. bekkur“ og „5.-7.bekkur
  • Æft verður 3 í viku, mánudag, þriðjudag og fimmtudag í 6 vikur.
  • Æfingagjald fyrir tímabilið verður 7.000 kr.
  • Kolbeinn Skagfjörð ásamt öðrum þjálfurum munu sjá um æfingarnar.

1.-2.bekkur og leikskólahópur:

  • Æft verður í tveimur hópum, „1.-2. bekkur“ og „leikskólahópur
  • Æft verður 2 í viku, þriðjudag og fimmtudag í 6 vikur.
  • Æfingagjald fyrir tímabilið verður 5.000 kr.
  • Kristjana Eir Jónsdóttir mun sjá um körfuboltaskólann.

ÆFINGATÖFLU SUMARÆFINGANNA MÁ SJÁ HÉR

Barna- og unglingaráð KKDK