Körfubolti

Körfubolti | 01.11.2019
Skýrslan: Keflavík - Valur

 

 

Við tókum á móti Valsmönnum sem voru fyrir leikinn með 3 sigra og 1 tap, semsagt ágætisbyrjun. Okkar menn voru aftur á móti með 4 góða sigra og ekki eitt einasta tap. Leikurinn var einkennilegur og sveiflukenndur. Keflavík TV bauð uppá beina útsendingu af leiknum sem heppnaðist vel. Frábær Keflvískur sigur í Blue-höllini og höldum við áfram sigurgöngu okkar og erum ósigraðir eftir 5 umferðir og tillum okkur allavega um tíma á topp Domino´s deilarinnar.

 

Gangur leiksins:

Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og mynduðum ágætis forskot strax í byrjun leiks. Fyrstu tveir leikhlutar leiksins voru í eigu okkar Keflvíkinga þar sem við vorum að hitta vel fyrir utan og að okkar mati voru Valsmenn ekki alveg í sambandi og leyfðu okkur að keyra á sig og mynda gott forskot, hrós á strákana fyrir að nýta sér þessa slöku spilamennsku Vals.

 

Valsmenn ætluðu væntanlega að byrja 3.leikhluta af krafti en strákarnir byrjuðu 3.leikhluta af krafti og komumst við mest í 28 stiga forystu. Síðan kom hreint út sagt hræðilegur kafli hjá okkur. Valsmenn fóru að raða niður 3 stiga skotunum og við áttum engin svör við þessu, slök vörn á þessum kafla skapaði galopin skot sem þeir nýttu vel. Snemma í 4. Leikhluta var munurinn allt í einu orðinn 4 stig og öll stemningin hjá rauðklæddum Valsmönnum. Sem betur fer hrukkum við aftur í gang og áttum góðan endasprett og komum okkur aftur uppí 19 stiga mun. Við settum inn unga og efnilega leikmenn þegar lítið var eftir og gaman að sjá þá spreyta sig. En Keflvískur 10 stiga sigur í höfn!

 

Hverjir stóðu uppúr?

 

Tryggvi Ólafsson gesta lýsandi á Keflavík TV nefndi 3 leikmenn sem honum fannst standa uppúr en það voru þeir Deane Williams sem var með 22 stig og 11 fráköst og var að spila flotta vörn í leiknum. Hörður Axel hélt síðan áfram að stjórna liðinu eins og herfornigi og skilaði 16 stigum og 7 stoðsendingum og spilaði eins og alvöru töffari! Khalil Ullah skilaði síðan 34 stigum og var flottur í leiknum og skoraði að vild.

 

*Maður leiksins* : Khalil Ullah A. – 34 stig – 4 fráköst – 5 stolnir boltar!

 

Næsti leikur?

 

Keflvíkingar fara í heljarinnar ferðalag í næstu viku og halda norður á Akureyri og spila gegn nýliðum Þórs Akureyri. Liðin eru á sitthvorum staðnum á töflunni en Okkar menn eru á toppnum taplausir og Þórsarar á botninum án sigurs. Verðugt verkefni sem við verðum að mæta klárir í svo ekki fari illa!

 

Viðtöl eftir leik! Eru á youtube rás Keflavík TV

Hörður Axel: https://www.youtube.com/watch?v=Kiwq2riNSC4

D. Williams: https://www.youtube.com/watch?v=BoM4O_DV1nw

Ágúst þjálfari Vals: https://www.youtube.com/watch?v=ZEISOHcULdw

 

Fyrir hönd Keflavík TV – Sindri Kristinn, Tryggvi Ólafsson og Alexander Hauksson.

 

Áfram Keflavík!