Fréttir

Skýrslan: Keflavík - Stjarnan
Körfubolti | 25. október 2019

Skýrslan: Keflavík - Stjarnan

 

Okkar menn hafa byrjað tímabilið af krafti og unnið fyrstu 3 leikina og komið öllum á óvart með frábærri spilamennsku.

 

Byrjunarlið Keflavíkur: Hörður Axel – Khalil – Williams – Reggie – Milka

 

1.       Leikhluti

 

-          Upphafsmínúturnar einkendust mikið af klúðrum og töpuðum boltum. Eftir fyrstu 5 mínúturnar voru keflvíkingar komnir í 3 stiga forystu, 8-11. Keflavík beit vel frá sér og komu sér í ágæta forystu var Milka kominn með 11 stig þegar um 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. En Stjörnumenn tóku gott áhlaup og minnkuðu þetta í 3 stig þegar leikhlutinn rann út, flautukarfa. 24-21!

 

2.       Leikhluti

 

-          2. leikhluti byrjaði hreint út sagt hræðilega fyrir keflvíkinga en þeir voru að tapa leikhlutanum 18-9 og þar með lentir undir. En þá hrukku þeir heldur betur í gang með ákveðna menn í fararbroddi eins og Deane Williams sem var með 11 fráköst og gífurlega öflugur í teignum að vanda. Einnig var Dominykas Milka með 19 stig og Khalil með 16 stig. Hörður Axel stigalaus en hann var að skila 6 stoðsendingum. En Keflavík endaði á að vinna leikhlutann 24-19.

 

3.       Leikhluti

 

-          Khalil kom síðan með troðslu þegar hann rölti meðfram endalínunni og bombaði honum yfir einn Stjörnumanninn. Reggie fékk óþvegið þegar hann fékk þungt högg á hnakkann og uppskar stóran skurð þannig að mikið blæddi úr höfði hans en hann hljóp hlæjandi útaf sem betur fer. Keflvíska stálið svíkur ekki. Mikil stöðubarátta var í þessum leikhluta og Stjörnumenn mikið að reyna að negla 3 stiga skotum. Deane Williams hélt áfram að skila sínu og var öflugur. Leikhlutinn vannst samt sem áður 23-20 og fóru keflvíkingar með 11 stiga forystu inni lokafjórðung leiksins, 60-71.

 

4.       Leikhluti

 

-          Keflavík tók leikhlé eftir að Stjarnan minnkaði þetta niður í 7 stig og Hörður Axel byrjaði á því að setja einn gullfallegan þrist. Mómentið var Keflavíkur og Khalil ákvað því að hamra einni almennilegri troðslu í grillið á stjörnumönnum og þeir tóku því leikhlé þegar um 6 mínútur voru eftir. Hörður Axel hélt áfram að setja mikilvæg skot og setti þriggja stiga skot þegar lítið var eftir af skotklukkunni. Góðar fréttir fyrir Keflavík þegar Reggie Dupree mætti aftur inná með alvöru plástur um höfuðið sem Sævar hafði smellt á hann. Síðan kom hrikalega slæmur kafli hjá Keflavík og Stjarnan átti húsið á þessum tíma og gáfu keflvíkingar þeim hverja körfuna á fætur annarri. Þannig að Hjalti gat ekki annað en tekið leikhlé. Stjarnan pressaði stíft en hver annar en Reggie Dupree neglir einum RISA þrist og kemur Keflavík í 6 stiga forystu. Khalil brunaði síðan upp í hraðaupphlaup og var tekinn illa niður af leikmanni Stjörnunar sem átti klárlega að fá eitthvað meira en ásetningsvillu. En Keflavík kláraði leikinn af krafti og uppskar gjörsamlega frábæran útisigur á Stjörnumönnum 91-103!

 

 

Uppgjör eftir leik:

 

Frábær sigur í Ásgarði hjá Keflavík staðreynd! Heilt yfir frábær leikur þar sem við vorum betri meirihluta leiksins. Stjörnumenn búa samt sem áður yfir miklum gæðum og reynslu og voru aldrei langt undan. Slæmur kafli hjá okkar mönnum í 4.leikhluta þar sem Stjörnumenn minnkuðu muninn niður í 3 stig. En mikilvæg skot duttu niður hjá okkur á lokakaflanum og uppskárum við flottan sigur á útivelli og höldum áfram að sækja okkur stig og erum komin í 4-0 takk fyrir pent!

 

Hverjir stóðu uppúr?

 

Það voru margir í Keflavíkurliðinu sem voru að skila tölum í kvöld. En erlendu leikmennirnir okkar skiluðu ALLIR tvöfaldri tvennu sem er hreint út sagt magnað. Einnig stýrði Hörður Axel leiknum frábærlega að vana og mataði stóru strákana. Dominykas Milka var að okkar mati fremstur meðal jafningja í kvöld.

* Maður leiksins* : Dominykas Milka – 31 stig – 15 fráköst – 3 stoðsendingar

 

Fyrir hönd Keflavík TV  -  Sindri Kristinn og Alexander Hauksson 

 

Viðtöl eftir leik:

Hörður Axel: https://www.youtube.com/watch?v=vQlpGzmSOUw

Khalil Ullah A.: https://www.youtube.com/watch?v=XL3hWKeLQZk

Hjalti Vilhjálmsson (þjálfari) : https://www.youtube.com/watch?v=YKykU5D6Mrk

Arnar G (Þjálfari Stjörnunnar) : https://www.youtube.com/watch?v=4PIz82Vo1qY