Fréttir

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda í körfu
Karfa: Yngri flokkar | 27. ágúst 2015

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda í körfu


Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda á keflavik.is/karfan og munu æfingar allra flokka körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 1. sept.

 

Allir iðkendur verða að vera skráðir.  Öllum er frjálst að prófa æfingar í 1-2 vikur. 

Unnið er að gerð æfingatöflunnar og verður hún sett á heimsíðuna fyrir 1. sept. nk.

Þjálfarar deildarinnar verða kynntir til leiks fljótlega á heimasíðunni.  

ALLIR nýir iðkendur deildarinnar, í 1. til 6. bekk, fá frían keppnisbúning (treyja og stuttbuxur).

ALLIR skráðir iðkendur í yngri flokkum félagsins fá frítt á leiki meistaraflokksliða félagsins.

Allir flokkar munu æfa í 9. mánuði en gjaldskrá er skv. eftirfarandi:

1. og 2. bekkur                 kr. 33.300 (3.700 pr. mán)            2 æfingar  í viku

3. og 4. bekkur                 kr. 38.700 (4.300 pr. mán)            3 æfingar í viku

5. og 6. bekkur                 kr. 44.100 (4.900 pr. mán)            4 æfingar í viku

7. flokkur  og eldri           kr. 48.600 (5.400 pr. mán)            4-5 æfingar í viku

Veittur er systkinaafsláttur 25% af heildarverði.

Við skráningu er boðið upp á greiðslu æfingagjalda með kreditkorti og líka greiðsluseðlum. 
Ef greiðsluseðlar eru ekki greiddir fara þeir í innheimtu hjá Motus samkvæmt hefðbundnum leiðum.