Körfubolti

Körfubolti | 06.08.2020
Nýr yfirþjálfari yngri flokka

Jón Guðmundsson ráðinn nýr yfirþjálfari

Við tilkynnum með stolti að Jón Guðmundsson sem ætti að vera öllum Keflvíkingum vel kunnur hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur.
Jón þarf vart að kynna en hann hefur þjálfað yngri flokka Keflavíkur við mjög góðan orðstír um margra árabil og hefur ómetanlega reynslu að bera.

Við fögnum því að fá Jón enn sterkar inn í starfið okkar og erum full tilhlökkunar fyrir komandi tímabil.

Barna og unglingaráð