Fréttir

Lokahóf yngriflokka tímabilið 2019-2020
Karfa: Yngri flokkar | 30. maí 2020

Lokahóf yngriflokka tímabilið 2019-2020

Lokahóf yngri flokka var haldið með óhefðbundnu sniði þetta tímabilið sökum takmarkanna sem hafa verið á samkomur síðastliðna mánuði.

Í 1-6 bekk halda þjálfarar lítið lokahóf með sínum hóp til að ljúka formlega vetrinum.

Lokahóf fyrir 7.flokk og eldri fyrir árið 2019-2020 var haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag.

Fyrirkomulagið var einnig með breyttu sniði, hópnum var tvískipt og mættu iðkendur án foreldra til að takmarka fjöldann í salnum.

Þar voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir, besti varnarmaðurinn, besti leikmaðurinn og einnig var veitt viðurkenningin Sannur Keflvíkingur, en eru þau verðlaun veitt fyrir að vera góður liðsmaður ásamt því að vera ávalt reiðubúin að aðstoða deildina við hin ýmsu störf.

Vel tókst til og var mjög vel mætt hjá krökkunum sem gæddu sér svo á pylsum eftir verðlaunaafhentinguna.

 

Barna og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildarinnar vill þakka öllum þjálfurum, iðkendum, foreldrum og öllum þeim sem hafa verið deildinni innan handar kærlega fyrir veturinn.

 

Við látum hér fylgja með myndir af iðkendum sem fengu einstaklingsverðlaun fyrir tímabilið 2019-2020 og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

7.flokkur drengja

Mestu framfarir: Dagur Örvarsson
Besti varnarmaðurinn: Hlynur Þór Einarsson
Besti leikmaðurinn: Jóhann Elí Kristjánsson
Sannur Keflvíkingur: Aron Örn Þorleifsson

 

7.flokkur stúlkna

Mestu framfarir: Kamilla Anísa Aref
Besti varnarmaðurinn: Birgitta Rún Björnsdóttir
Besti leikmaðurinn: Hanna Gróa Halldórsdóttir
Sannur Keflvíkingur: Sigrún Ásbjörg Viðarsdóttir

 

8.flokkur drengja

Mestu framfarir: Bragi Valur Pétursson
Besti varnarmaðurinn: Jökull Eyfjörð Ingvarsson
Besti leikmaðurinn: Gabríel Aron Sævarsson
Sannur Keflvíkingur: Almar Örn Arnarsson

 

8.flokkur stúlkna

Mestu framfarir: Erna Ósk Snorradóttir
Besti varnarmaðurinn: Fjóla Dís Guðjónsdóttir
Besti leikmaðurinn: Dzana Crnac
Sannur Keflvíkingur: Erna Ósk Snorradóttir, Lilja Bergmann Tryggvadóttir

 

9.flokkur drengja

Mestu framfarir: Fatih Kaya
Besti varnarmaðurinn: Ariel Gauti Gunnarsson
Besti leikmaðurinn: Kristján Ingólfsson
Sannur Keflvíkingur: Bjarki Fannar Bergþórsson, Leó Máni Quyen Nguyén

 

9.flokkur stúlkna

Mestu framfarir: Agnes Fjóla Georgsdóttir
Besti varnarmaðurinn: Jana Falsdóttir
Besti leikmaðurinn: Jana Falsdóttir
Sannur Keflvíkingur: Bergþóra Ólafsdóttir

 

10.flokkur drengja

Mestu framfarir: Aðalgeir Ingimundarsson
Besti varnarmaðurinn: Grétar Snær Haraldsson
Besti leikmaðurinn: Logi Ágústsson

 

10.flokkur stúlkna

Mestu framfarir: Agnes Perla Sigurðurðardóttir
Besti varnarmaðurinn: Anna Lára Vignisdóttir
Besti leikmaðurinn: Agnes María Svansdóttir
Sannur Keflvíkingur: Bergþóra Káradóttir

 

Drengjaflokkur

Mestu framfarir: Bjarki Freyr Einarsson
Besti varnarmaðurinn: Magnús Pétursson
Besti leikmaðurinn: Guðbrandur Jónsson

 

Stúlknaflokkur

Mestu framfarir: Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen
Besti varnarmaðurinn: Hjördís Lilja Traustadóttir
Besti leikmaðurinn: Anna Ingunn Svansdóttir
Sannur Keflvíkingur: Anna Þrúður Auðunsdóttir, Sara Lind Kristjánsdótir, Edda Karlsdóttir

 

Unglingaflokkur

Mestu framfarir: Árni Geyr Rúnarsson
Besti varnarmaðurinn: Davíð Alexander Magnússon
Besti leikmaðurinn: Veigar Áki Hlynsson
Sannur Keflvíkingur: Arnór Daði Jónsson