Körfubolti

Karfa: Yngri flokkar | 17.05.2017
Lokahóf yngri flokka er fimmtudaginn 18. maí kl. 18.00

Lokahóf yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fer fram í TM höllinni fimmtudaginn 18. maí kl. 18.00.  Þar verða iðkendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni sem nú er að enda, auk þess sem farið verður yfir tímabilið í heild sinni og það starf sem unnið hefur verið í vetur. "Grillararnir" verða á sínum stað og allir gestir og gangandi pulsaðir á alla kanta samkvæmt venju. 

ALLIR iðkendur eru hvattir til að fjölmenna og FORELDRAR og aðrir áhugasamir aðstandendur eru MEIRA en rúmlega VELKOMNIR

Hófinu lýkur um kl.18.50.