Körfubolti

Karfa: Yngri flokkar | 02.01.2019
Leiksskólahópur - 8 vikna námskeið.

Þá er skráning hafin fyrir leiksskólahóp Körfunnar í Keflavík fyrir börn fædd árið 2013-2014.  Æft er í Íþróttahúsinu við Sunnubraut á laugardögum kl 09:00-09:45. Námskeiðið er í 8 vikur og er fyrsta æfingin 19. janúar 2019. Gjald fyrir námskeiðið er 7.000 kr. Þjálfari á námskeiðinu er Kristjana Eir Jónsdóttir.

Hlökkum til að sjá sem flest í salnum!

Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.