Körfubolti

Karfa: Yngri flokkar | 17.09.2018
Leikskólahópur Körfunnar í Keflavík

Næstkomandi laugardag 22. september mun hefjast frábært 8 vikna körfuboltanámskeið fyrir börn fædd 2013-2014. Lögð verður rík áhersla á skemmtilega hreyfingu og góðar æfingar í boltatækni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kristjana Eir Jónsdóttir.

Æfingarnar eru á laugardögum kl 09:00-09:45 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, b-sal.

Skráning fer fram í gegnum Nóra skráningakerfð og er gjaldið fyrir námskeiðið 6.000 kr. Nánari upplýsingar má finna hér.

Hlökkum til að sjá sem flesta í salnum

Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur