Körfubolti

Karfa: Yngri flokkar | 06.01.2020
Leikskólahópur - námskeið númer tvö þetta tímabilið

Þann 11. janúar næstkomandi mun hefjast að nýju hið vinsæla 8 vikna körfuboltanámskeið fyrir börn fædd 2014-2015. 

Lögð er áhersla á skemmtilega hreyfingu og góðar æfingar í boltatækni. 

Æft er á laugardögum kl 09:00-09:50 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þjálfari á námskeiðinu er Þröstur Leó Jóhannsson. 

Skráning fer fram í gegnum Nóra skráningakerfið og er gjald fyrir námskeiðið 6.500 kr.

Hlökkum til að sjá sem flesta í salnum, við tökum vel á móti öllum.

Barna og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur