Körfubolti

Körfubolti | 18.06.2017
Landsbankinn endurnýjar við KKDK
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Landsbankinn hafa undirritað nýjan styrktarsamning til næstu 3 ára. Það er okkur í KKDK sönn ánægja að hafa Landsbankann sem okkar stæðsta styrkaraðila næstu 3 árin! Landsbankinn hefur verið stæðsti styrktaraðili KKDK frá árinu 1992 og verður það næstu 3 árin. Það er ómetanlegt að hafa svona sterkann aðila með okkur í liði.
Viljum við í KKDK þakka Landsbankanum fyrir frábæran stuðning í gegnum tíðina og erum við í KKDK full tilhlökkunnar að vinna með Landsbankanum að enn stærri hlutum á komandi árum.
 
Á myndinni er útibússtjóri Landsbankans í Keflavík Arnar Hreinsson, Formaður KKDK Ingvi Þór Hákonarson, Thelma Dís Ágústdóttir besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna og stórskyttan Ágúst Orrason við undirritun samningsins á föstudag.