Körfubolti

Körfubolti | 19.05.2020
Körfuboltinn þakkar fyrir sig

 

Þakklæti

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur er afar þakklát þessa dagagna.  Þau eru þakklát fyrir þann stuðning og meðbyr sem bæjarbúar og stuðningsmenn hafa sýnt þeim undanfarið, sérstaklega eftir að þau fóru af stað með Karolina Fund verkefnið.   Þau settu sér markmið þar í söfnun og sem betur fer tókst það verkefni glimrandi vel. 

Til að sýna þakklæti ákváðu þau að nýta hamborgarana sem átti að grilla í úrslitakeppninni til að bjóða framlínufólkinu okkar, starfsfólki HSS, Brunavarna Suðurnesja og Lögregluembætti Suðurnesja að koma í portið við Sjúkrahúsið okkar og gæða sér á gourmet borgurum, frönskum og gosi.

Það er mjög viðeigandi fólkið sem hefur staðið vaktina á þessum erfiðu tímum fyrir alla bæjarbúa Keflavíkur njóti góðs af því að þau gátu loksins gefið tilbaka.    Einstaklega fallegt verkefni sem deildin fór í síðasta föstudag í sólinni sem brosti við okkur. 

Áfram Keflavík!

Deildin vill koma innilegu þakklæti á framfæri til þeirra aðila sem gerðu þetta að veruleika og lögðu hönd á plóg.

Rétturinn ( Maggi Þóris) ❤
Kostur (Gunnar Felix) ❤
Áfangar (Smári) ❤
Paddy's (Björgvin Ívar) ❤
Vogabær ❤
Ölgerðin ❤
Kjarnafæði ❤
Myllan ❤