Fréttir

Keflavíkur-Njarðvíkur dagurinn 2019
Körfubolti | 3. febrúar 2019

Keflavíkur-Njarðvíkur dagurinn 2019

Vinadagur yngri flokka Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuknattleik fór fram í Blue-Höllinni þann 6. janúar síðastliðinn, en þar mættust iðkendur beggja liða frá leiksskólaaldri og upp í 6. bekk grunnskóla í æfingaleikjum.

Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og mættu vel á þriðja hundrað krakkar á viðburðinn auk þess sem foreldrar fylltu stúkuna og létu vel í sér heyra. Á meðal þess sem krökkunum var boðið upp á var pizzuveisla í boði Humarsölunnar ehf. og fyrirlestur í umsjón Eysteins Húna Haukssonar þjálfara Keflvíkinga í knattspyrnu sem ræddi við börnin um hvað það er að vera góður liðsmaður/félagi.

Eigendum og stjórnendum Humarsölunnar ehf. eru færðar kærar þakkir fyrir rausnarlegt framlag þeirra til mótsins.

F.h. Barna- og unglingaráðs KKDK

Einar Hannesson