Fréttir

Keflavík Meistarar Meistaranna
Karfa: Konur | 1. október 2017

Keflavík Meistarar Meistaranna

Leik­menn Kefla­vík­ur fagna sigr­in­um gegn Skalla­grími í kvöld. Ljós­mynd/​Skúli B. Sig

Stelpurnar tóku á móti liði Skallagríms í leiknum um titilinn Meistarar Meistaranna í kvöld. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu stelpurnar alla hreyfla í gang og flugu frekar þægilega í gegnum leikinn. Staðan í hálfleik var 48 – 34 fyrir Keflavík en munurinn milli liðanna fór mest upp í 35 stig í seinni hálfleik. Lokatölur leiksins 93 – 73.

Það sem helst mátti greina á milli í leik liðanna er að breiddin í liði Keflavíkur er töluvert meiri. Bekkurinn hjá Keflavík lagði til 37 stig á móti 6 stigum bekkjar Borgnesinga. Einnig var skotnýting með fínasta móti hjá okkar stelpum á meðan Skallagrímur náði ekki að skila þeirri prósentu sem þeim ber að gera miðað við gæði leikmanna liðsins.

Haustbragurinn var á sínum stað í báðum liðum og lýsti sér þannig að bæði lið töpuðu rúmlega 20 boltum sem verður vafalaust umræðuefni á æfingum liðanna annað kvöld.

Tölfræði leiksins má skoða í heild sinni með því að ýta hérna

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan titil og hvetjum um leið alla til að koma í TM-höllina í vetur og hvetja þennan unga, efnilega en þó reynslumikla hóp til dáða í næstu leikjum.

Næsta mál.

Fyrsti heimaleikur stelpnanna verður í annarri umferð Íslandsmótsins þann 7. október gegn Valskonum klukkan 16:30.

Áfram Keflavík