Körfubolti

Körfubolti | 11.10.2017
Keflavík mætir Blikum í Kópavogi

Íslands og bikarmeistarar Keflavíkur eiga leik í kvöld gegn nýliðum deildarinnar Breiðablik. Keflavíkurstúlkur lutu lægra haldi gegn Valsstúlkum í kröftugum leik í síðustu umferð og eru stelpurnar staðráðnar á að koma til baka og sýna sitt rétta andlit í kvöld. 
Öflugt lið Blika er enn í leit af fyrsta sigrinum í deildinni og mæta eflaust hungraðar til leiks í kvöld og því má reikna með mikilli skemmtun.

Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi og hvetjum við alla til að fjölmenna á leikinn.

Áfram Keflavík