Körfubolti

Körfubolti | 11.04.2017
Keflavík KR í Sláturhúsinu
Fjórði leikurinn í einvígi Keflavíkur og KR verður á þriðjudagskvöldið 11. apríl kl 19:15
Rosaleg spenna hefur verið ríkjandi í leikjum liðanna en KR tók forystuna 2-1 með naumum sigri í bókasafninu í 3. leiknum. Nú er komið að leik í TM höllinni sem hefur reynst Keflavíkurliðinu vel og er Sláturhúsið orðið að einum erfiðasta útivelli landsins. Öflug peppsveit Keflavíkur og mögnuð stemning í troðfullu Sláturhúsinu hefur einkennt leiki Keflavíkur og verður ekkert lát á því næstkomandi þriðjudag. 
Hamborgararnir verða á sínum stað og hvetjum við fólk til að mæta snemma. 
Hlökkum til að sjá sem flesta
Áfram Keflavík