Körfubolti

Körfubolti | 12.11.2019
Keflavík B - Hamar: Stelpurnar á siglingu í 1.deild!

 

Image result for anna ingunn svansdóttir

Byrjunarlið Keflavíkur: Anna Ingun – Edda Karlsdóttir (c) – Anna Lára – Lovísa Íris – Eydís Eva

 

Gangur leiks:

1.       Leikhluti : Stelpurnar byrjuðu leikinn á því að pressa Hamarskonur stíft og var að pressan að heppnast mjög vel en vorum samt sem áður ekki að ná að nýta okkur þessa góðu pressu. Við héldum samt sem áður að spila frábæra vörn út leikhlutan en sóknar tilburðir okkar voru af mjög skornum skammti og endaði fyrsti fjórðungur 14-16 Hamarskonum í vil.

 

2.       Leikhluti : Rosalega sérstakur leikhluti. Við héldum áfram að reyna að pressa stíft og vorum að ná að búa okkur til smá forskot á Hamarskonur en þær náður alltaf að koma aftur og saxa niður forskotið hjá okkar stelpum. Hittnin hjá okkur var ekki sú besta og hefðum við átt að vera búnar að stinga af. En það fór ekki lengra og ágætis leikhluti hjá stelpunum og við fórum með nauma 6 stiga forystu inní hálfleik 32-26.

 

3.       Leikhluti: Þessi leikhluti einkenndist af mikilli stöðubaráttu og mörgum misheppnuðum skotum, ekki það að skotin voru slæm heldur vildi boltinn bara ekki fara ofaní en sem betur fer þegar leið á leikhlutan fór Anna Ingun að taka aftur við sér og fór að negla niður skotunum, þvílík skytta! Hamarskonur fóru að sækja á okkur þar sem við vorum ekki að ná að klára að hlaupa kerfin alveg til enda. Hamar sótti aðeins á okkur undir lokin en við fórum samt sem áður með 5 stiga forskot í loka leikhlutann, 49-44.

 

4.       Leikhluti: okkar stelpur byrjuðu þennan leikhluta ekkert rosalega vel en til allrar hamingju gerðu Hamarskonur það ekki heldur en fyrstu stigin okkar í þessum seinasta fjórðung komu ekki fyrr en eftir sirka 4 mínútur takk fyrir pent. Síðan hófst spennan ef þannig má að orði komast. Okkar stelpur tóku frekar slæman kafla en náðu að slíta sig frá Hamarskonum en vitir menn Hamar náði að minnka muninn niðri 2 stig þegar 23 sek voru til leiksloka og þær áttu boltann. En akkúrat á því mómenti stal Anna Ingin boltanum og setti niður mikilvæg 2 stig og vann leikinn fyrir okkur! 4 stiga sigur staðreynd 62-58! Og okkar stelpur haldda áfram góðu gengi í 1.deild kvenna!

 

 

Maður leiksins: Anna Ingun – 24 stig – 4 fráköst – 3 stoðsendingar