Körfubolti

Körfubolti | 05.12.2017
Keflavík - Stjarnan Dominosdeild karla

Eftir landsleikjahlé hjá körlunum er deildin komin aftur á fullt. Eftir góðan sigur í Ljónagrifjunni fá Keflvíkingar Stjörnuna í heimsókn á fimmtudaginn.

Einvígi Keflavíkur og Stjörnunnar eiga það til að vera mjög fjörug og í eins jafnri deild og nú má gera ráð fyrir hörku leik. 

Keflvíkingar sitja sem stendur í 5. sæti með 12 stig ásamt KR og Haukum en Stjarnan er í því 8. með 8 stig ásamt Val og Grindavík. 

Leikurinn gegn Stjörnunni verður á fimmtudaginn í TM höllinni kl 19:15

Svo til að hada öllum á tánum má ekki gleyma stelpunum sem eiga útileik gegn Skallagrím á miðvikudaginn en stelpurnar hafa verið á mikilli siglingu og standa nú í öðru sæti deildarinnar eftir 5 sigurleiki í röð. 

Hlökkum til að sjá alla á leiknum
Áfram Keflavík