Körfubolti

Körfubolti | 22.11.2017
Keflavik - Snæfell: Dominsdeild kvenna fer á fullt

Miðvikudagskvöldið 22. nóvember mæta Snæfellsstúlkur í TM höllina þegar Dominosdeild kvenna fer aftur á flug eftir gott landsleikjahlé. 

Þetta er fyrsti leikur 2. umferðar en Keflavík sótti góðan sigur á Hólminn í síðasta leik liðanna. Liðin deila 5. og 6. sætinu eins og stendur en veturinn er langur og deildarkeppnin verður löng og ströng með mikið af sterkum liðum. 

Við hlökkum til að sjá sem flesta Keflvíkinga í TM höllinni í kvöld

Áfram Keflavík