Körfubolti

Körfubolti | 26.02.2019
Kæru Keflvíkingar

 

Nú höldum við áfram að safna kröftum fyrir lokaátök úrslitakeppninnar og þar þurfum við á ykkar stuðningi að halda. Við þökkum öllu því frábæra stuðningsfólki sem lagði okkur lið í dósasöfnun síðustu viku.

Meistaraflokkur kvenna tyllti sér á topp Domino’s deildarinnar í síðust viku með frábærum sigri á KR. Gríðarlegur liðsstyrkur mun svo berast liðinu um miðjan mars þegar Sara Rún Hinriksdóttir mætir heim á parketið í Keflavík! Drengirnir halda svo áfram baráttu sinni um heimavallarréttinn fyrir úrslitakeppni Domino’s deildar karla.

Til að styrkja stoðirnar enn frekar þá hefur sú ákvörðun verið tekin að senda greiðsluseðil í heimabanka allra íbúa Keflavíkur að upphæð kr. 2.500,- í þeirri von að stuðningsfólk sjái sér áfram fært um að leggja okkur lið.

Tekið skal fram að hér er að sjálfsögðu um valgreiðslu að ræða en það er von okkar að þið kæru Keflvíkingar takið þessari beiðni okkar með opnum hug.

Áfram Keflavík!

Stjórn KKDK