Fréttir

Körfubolti | 13. júní 2006

Jón Halldór Eðvaldsson ráðinn þjálfari kvennaliðsins

Gengið hefur verið frá ráðningu Jóns Halldórs Eðvaldssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Keflavík. Jón Halldór hefur mikla reynslu af þjálfun stúlkna og hefur leitt yngri flokka Keflavíkur til góðs árangurs, auk þess sem hann hefur aðstoðað við þjálfun yngri landsliða hjá KKÍ. Gerður var tveggja ára samningur við Jón og vonast stjórn KKDK eftir því að farsæl samvinna stjórnar, þjálfara og leikmanna muni leiða til góðs árangurs. Jóni til aðstoðar verður Agnar Mar Gunnarsson, en Agnar hefur töluverða reynslu af þjálfun yngri flokka. Þeir félagar eru nýliðar í 1. deild kvenna, en það er í takt við Keflavíkurhefð að gefa ungum þjálfurum tækifæri til að spreyta sig við krefjandi verkefni. Við óskum þeim félögum til hamingju með ráðninguna og óskum þeim og stúlkunum velfarnaðar á komandi leiktíð.